Viðræður í höfn og Snorri stýrir strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 08:01 Snorri Steinn Guðjónsson tekur við landsliðinu eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Val. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og heldur því um stjórnartaumana þegar strákarnir okkar spila á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen.
Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira