Vegna veðurs hafði flestum leikjum landsins sem áttu að fara fram í kvöld verið frestað, en þar sem HK-ingar spila innandyra gat liðið tekið á móti Fylki í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld.
Það var Isabella Eva Aradóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún kom heimakonum í HK yfir á 69. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Emily Sands í netið.
Niðurstaðan því 1-0 sigur HK sem lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar. HK-ingar eru nú með tíu stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum minna en topplið Víkings og þremur stigum meira en Fylkir sem situr í þriðja sæti.