Fótbolti

Sjö handteknir grunaðir um kynþáttaníð í garð Vinícius Júnior

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vinícius Júnior hefur ítrekað vakið athygli á kynþáttaníði sem hann verður fyrir í leikjum spænsku úrvalsdeildarinnar. Hér gerir hann einmitt það í leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn sunnudag.
Vinícius Júnior hefur ítrekað vakið athygli á kynþáttaníði sem hann verður fyrir í leikjum spænsku úrvalsdeildarinnar. Hér gerir hann einmitt það í leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn sunnudag. Aitor Alcalde Colomer/Getty Images

Spænska lögreglan hefur handtekið sjö einstaklinga vegna gruns um að hafa beitt brasilíska knattspyrnumanninn Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, kynþáttaníði.

Fjórir þeirra sem voru handteknir voru teknir í Madríd vegna gruns um að hafa hengt brúðu í líki leikmannsins fram af brú þar í borg í janúar á þessu ári í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum.

Þá voru þrír handteknir í Valencia eftir leik Valencia og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.

Þetta eru ekki einu dæmin um það að Vinícius Júnior er beittur kynþáttaníð í leikjum með Real Madrid. Leikmaðurinn hefur ítrekað mátt þola hróp og köll frá stuðningsmönnum annarra liða og hefur hann oftar en ekki látið í sér heyra og gagnrýnt aðgerðarleysi deildarinnar í þessum málum.

Nú síðast var greint frá því á Vísi hér í morgun að leikmaðurinn væri kominn með nóg og að hann íhugaði nú að yfirgefa spænsku deildina.


Tengdar fréttir

Myrkur yfir Jesú­styttunni til stuðnings við Vinicius

Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×