Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að í ljósi versnandi veðurspár hafi ákvörðun verið tekin um að seinka flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið í dag.
„Raskanirnar hafa þau áhrif að seinkun verður á síðdegisflugi frá Íslandi og í einhverjum tilfellum þarf að aflýsa flugi vegna afgreiðslutíma á flugvöllum erlendis. Raskanir hafa sömuleiðis orðið á innanlandsflugi í dag. Haft hefur verið samband við farþega sem verða fyrir áhrifum af seinkununum.
Icelandair leggur áherslu á að upplýsa farþega með bestu upplýsingum sem liggja fyrir hverju sinni og mun senda tölvupósta og smáskilaboð til farþega ef breytingar verða á flugáætlun þeirra. Ef til aflýsingar kemur munu farþegar fá nýja ferðaáætlun senda með tölvupósti. Farþegum er bent á að fylgjast með tölvupósti og smáskilaboðum frá flugfélaginu. Ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun henti ekki.