Kominn með nóg eftir óþverra helgarinnar: Íhugar að yfirgefa Spán Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 11:30 Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty Vinicus Jr., leikmaður Real Madrid á Spáni, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og spænsku úrvalsdeildina eftir að hafa fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi deildarinnar gegn kynþáttaníði. Vinicius upplifir sig einan í baráttunni. Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59