Kominn með nóg eftir óþverra helgarinnar: Íhugar að yfirgefa Spán Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 11:30 Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty Vinicus Jr., leikmaður Real Madrid á Spáni, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og spænsku úrvalsdeildina eftir að hafa fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi deildarinnar gegn kynþáttaníði. Vinicius upplifir sig einan í baráttunni. Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59