Leitað að Maddie við lón í Portúgal Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 10:11 Lögregluþjónar að störfum við uppistöðulón Arade stíflunnar nærri Silves í Portúgal. AP/Joao Matos Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan. Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan.
Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06
Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24
Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21