Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 21:40 Gísli Marteinn segir að hann myndi fara í taugarnar á sjálfum sér ef hann væri ekki hann sjálfur. Stöð 2 Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“ Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“
Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06