Bílaleigan Blue Car með metafkomu eftir að veltan nærri tvöfaldaðist
![Magnús Sverrir Þorsteinsson er stjórnarformaður og annar af aðaleigendum félagsins.](https://www.visir.is/i/30FC905A99B3DF4E8762239033F0760F713FD8CB398F11922206D845DD190D05_713x0.jpg)
Hraður uppgangur ferðaþjónustunnar eftir faraldurinn, sem birtist meðal annars í skorti á bílaleigubílum síðasta sumar, skilaði sér í metafkomu einnar stærstu bílaleigu landsins sem hagnaðist um 1.700 milljónir á árinu 2022, jafn mikið og nemur uppsöfnuðum hagnaði fyrirtækisins frá stofnum fyrir meira en áratug. Mikill afkomubati hefur þýtt að Blue Car Rental hefur greitt eigendum sínum 1,8 milljarð króna í arð fyrir síðustu tvö rekstrarár.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/851EF37497F2EF48DDB580952CB1FBA8EF636A2CD8C17E816CBC73AABBD8B8B0_308x200.jpg)
Bílaleigubílar meira en þrefaldast í verði: „Þetta er bara lögmálið um framboð og eftirspurn“
Dæmi eru um verð á bílaleigubílum hafi meira en þrefaldast frá því í desember en fjölmargir ferðamenn hafa gripið í tómt undanfarna daga. Mikil umframeftirspurn er eftir bílaleigubílum og er útlit fyrir að bílaleigur verði nærri uppseldar fram í ágúst.
![](https://www.visir.is/i/30FC905A99B3DF4E8762239033F0760F713FD8CB398F11922206D845DD190D05_308x200.jpg)
Úr fimm bílum í tvö þúsund
Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla.