Fótbolti

Kyn­þátta­níð setti ljótan blett á sigur Valencia á Real Madrid

Aron Guðmundsson skrifar
Vinicius Junior fékk nóg af ógeðfelldri háttsemi stuðningsmanns Valencia á Mestalla í kvöld
Vinicius Junior fékk nóg af ógeðfelldri háttsemi stuðningsmanns Valencia á Mestalla í kvöld Vísir/Getty

Real Madrid mátti þola eins marks tap gegn Valencia á úti­velli í spænsku úr­vals­deildinni í dag.

Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 33. mínútu en það skoraði Diego Lopez Nogu­erol, leik­maður Valencia.

Undir lok upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma fékk Vinicius Juni­or, sóknar­maður Real Madrid að líta rauða spjaldið eftir að hann braut á leik­manni Valencia.

Fyrr í leiknum hafði Vinicius Juni­or reynt að fá dómara leiksins til þess að skerast í leikinn eftir að stuðnings­maður Valencia hafði beint apa­hljóðum í átt að honum.

Tap Real Madrid gerir það að verkum að liðinu mis­tókst að endur­heimta annað sæti deildarinnar. Madrídingar eru nú í 3. sæti, stigi á eftir ná­grönnum sínum í At­letico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×