„Ég komst ekkert niður, nautið elti mig út um allt og kom upp undir vegginn og horfði á mig.“
Loksins kom bóndinn sem átti nautið, ásamt vini sínum, og nýttu þeir tækifærið þar sem þeir voru einir og laumuðust í ákavítisflösku. Vinurinn var hins vegar enginn sérlegur vinur nautsins sem reyndi að stanga hann svo hann þurfti að flýja upp í bát sem stóð við vegginn. RAX náði skemmtilegum myndum af öllu saman þar sem hann húkti uppi á veggnum.
„Viðareiði heitir þessi staður og þetta er eins og allt þarna, fallegt.“
Myndirnar af mannýga nautinu má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
Árið 1996 varði RAX nokkrum dögum í hinni fallegu en afskekktu eyju Mykinesi í Færeyjum. Sá sem hafði lofað honum gistingu var farinn í land þegar RAX mætti til eyjarinnar og hann þurfti að bjarga sér sjálfur og lifði á rófum þar sem það var engin verslun á eyjunni. Þarna kynntist RAX Bjarna Hansen sem átti eina kú sem hann hleypti út á morgnana og átti svo í eilífri baráttu við að koma aftur heim í hús seinni partinn. RAX hreifst af þessu og myndaði hina kostuglegu baráttu Bjarna og kýrinnar.
Árið 1988 var RAX í Færeyjum og langaði að heimsækja þorpið í Nólsey sem er beint á móti Þórshöfn. Í Nólsey er eins og maður stígi aftur í tímann og RAX myndaði lífið í þessu notalega þorpi sem var fullt af skemmtilegum týpum.
Árið 1989 fó RAX út í eyjuna Sandey því hann hafði heyrt af manni þar, Jónasi Madsen, sem spilaði á munnhörpu fyrir dýrin sín. Þegar RAX bar að garði var Jónas úti á túni að spila fyrir hrossin sín og folald eitt var hjá honum að dansa. RAX stökk út úr bílnum til þess að ná þessu augnabliki á mynd og spjallaði svo við hinn einstaka Jónas.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.