Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 12:52 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að verkfallsboðun um frekari aðgerðir hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í sveitarfélögunum 29. Áður hafði starfsfólk leikskóla og grunnskóla í stærstu sveitarfélögum landsins lagt niður störf síðastliðinn mánudag. Næsta mánudag bætast við sex sveitarfélög til viðbótar og svo koll af kolli. Að þessu sinni verður um að ræða starfsfólk leikskóla, sundlauga- og íþróttamannvirkja, bæjarskrifstofa, hafna, þjónustumiðstöðva og áhaldahúsa svo eitthvað sé nefnt en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ótímabundið verkfall hjá sundlaugum og íþróttamannvirkjum um allt land. „Niðurstaðan endurspeglar þá ríku samstöðu félagsfólks um að láta ekki bjóða sér þetta misrétti. Það er mikil ólga í hópnum sem skilur ekki sinnuleysi bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sinna og upplifir það sem virðingarleysi gagnvart störfum þeirra. Það stefnir því í mjög umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem munu hafa víðtæk áhrif á starfsemi sveitarfélaga,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, um atkvæðagreiðsluna. Verkfallsboðun um frekari aðgerðir var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í 29 sveitarfélögum, og eru þau eftirfarandi: AkranesAkureyriÁrborgBláskógarbyggðBorgarbyggðDalvíkurbyggðFjallabyggðGrindavíkGrímsnes- og GrafningshreppurGrundafjarðarbærHafnarfjörðurHveragerðiÍsafjarðarbærKópavogurMosfellsbærMýrdalshreppurNorðurþingRangárþing EystraRangárþing YtraReykjanesbærSeltjarnarnesSkagafjörðurSnæfellsbærStykkishólmurSuðurnesjabærVestmanneyjarVogarÖlfus Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að verkfallsboðun um frekari aðgerðir hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í sveitarfélögunum 29. Áður hafði starfsfólk leikskóla og grunnskóla í stærstu sveitarfélögum landsins lagt niður störf síðastliðinn mánudag. Næsta mánudag bætast við sex sveitarfélög til viðbótar og svo koll af kolli. Að þessu sinni verður um að ræða starfsfólk leikskóla, sundlauga- og íþróttamannvirkja, bæjarskrifstofa, hafna, þjónustumiðstöðva og áhaldahúsa svo eitthvað sé nefnt en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ótímabundið verkfall hjá sundlaugum og íþróttamannvirkjum um allt land. „Niðurstaðan endurspeglar þá ríku samstöðu félagsfólks um að láta ekki bjóða sér þetta misrétti. Það er mikil ólga í hópnum sem skilur ekki sinnuleysi bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sinna og upplifir það sem virðingarleysi gagnvart störfum þeirra. Það stefnir því í mjög umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem munu hafa víðtæk áhrif á starfsemi sveitarfélaga,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, um atkvæðagreiðsluna. Verkfallsboðun um frekari aðgerðir var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í 29 sveitarfélögum, og eru þau eftirfarandi: AkranesAkureyriÁrborgBláskógarbyggðBorgarbyggðDalvíkurbyggðFjallabyggðGrindavíkGrímsnes- og GrafningshreppurGrundafjarðarbærHafnarfjörðurHveragerðiÍsafjarðarbærKópavogurMosfellsbærMýrdalshreppurNorðurþingRangárþing EystraRangárþing YtraReykjanesbærSeltjarnarnesSkagafjörðurSnæfellsbærStykkishólmurSuðurnesjabærVestmanneyjarVogarÖlfus
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira