Leikbönn Íslendinganna standa: Félögunum gert að greiða hálfa milljón Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 10:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir/Samsett mynd Áfrýjun Íslendingaliðanna FC Kaupmannahöfn og Lyngby, á gulu spjaldi sem íslensku leikmenn þeirra Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon fengu á dögunum hefur verið hafnað. Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna. Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna.
Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira