Leikbönn Íslendinganna standa: Félögunum gert að greiða hálfa milljón Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 10:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir/Samsett mynd Áfrýjun Íslendingaliðanna FC Kaupmannahöfn og Lyngby, á gulu spjaldi sem íslensku leikmenn þeirra Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon fengu á dögunum hefur verið hafnað. Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna. Danski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna.
Danski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira