Snorra hvergi að finna á lista helsta sérfæðings Dana: Þó eru þar tveir Íslendingar Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard Vísir/Samsett mynd Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard kemur með ansi óvænt og fróðlegt innlegg inn í umræðuna hver eigi að taka við danska meistaraliði GOG í handbolta. Hann setur fram lista yfir þá þrjá erlendu þjálfara sem hann telur henta GOG vel, tveir Íslendingar eru þar á blaði. GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty
Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01
Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05