Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 19:04 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. Vísir greindi frá því á dögunum að forráðamenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein en Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. Snorri Steinn hefur verið í viðræðum við HSÍ undanfarnar vikur um að taka við þjálfun íslenska landsliðsins en erfiðlega hefur gengið fyrir Handknattleikssambandið að sigla því máli í höfn. Landsliðið hefur verið án þjálfara síðan Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp í febrúar. Í viðtali við TV3 Sport fyrir leik GOG og Barcelona í Meistaradeildinni, sem fram fer á Spáni nú í kvöld. staðfesti Kasper Jörgensen, íþróttastjóri GOG, að hann hefði rætt við Snorra Stein líkt og Vísir hafði áður greint frá. Hann sagði að hann væri einn af þeim sem kæmu til greina í starfið en nokkrir aðrir væru á lista danska stórliðsins. Áður hafði komið fram að GOG vildi hafa hraðar hendur í að finna næsta þjálfara en Snorri Steinn er fyrrum leikmaður liðsins. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að forráðamenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein en Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. Snorri Steinn hefur verið í viðræðum við HSÍ undanfarnar vikur um að taka við þjálfun íslenska landsliðsins en erfiðlega hefur gengið fyrir Handknattleikssambandið að sigla því máli í höfn. Landsliðið hefur verið án þjálfara síðan Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp í febrúar. Í viðtali við TV3 Sport fyrir leik GOG og Barcelona í Meistaradeildinni, sem fram fer á Spáni nú í kvöld. staðfesti Kasper Jörgensen, íþróttastjóri GOG, að hann hefði rætt við Snorra Stein líkt og Vísir hafði áður greint frá. Hann sagði að hann væri einn af þeim sem kæmu til greina í starfið en nokkrir aðrir væru á lista danska stórliðsins. Áður hafði komið fram að GOG vildi hafa hraðar hendur í að finna næsta þjálfara en Snorri Steinn er fyrrum leikmaður liðsins. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01