Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:16 Ross Jamie Collins er nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira