Sviðshöfundur Loreen segist ekki hafa stolið af Sæmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 14:25 Loreen og aðalpersóna stuttmyndarinnar Mantis. Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. Sænska söngkonan Loreen vann Eurovision um helgina með laginu Tattoo. Klæðnaður og útlit Loreen í atriðinu þykir ansi líkt aðalpersónu stuttmyndarinnar Mantis eftir Sæmund Þór en myndin kom út í fyrra. Hefur Sæmundur haft samband við Myndstef, sem annast höfundarrétt myndlistarmanna, til að athuga með rétt sinn. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta,“ sagði Sæmundur í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni. Í svari við fyrirspurn sænska ríkisútvarpsins segir Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda Loreen og ein þeirra sem fylgdu söngkonunni í gegnum keppnina, að enginn þar á bæ hafi séð téða stuttmynd. „Hópurinn, þar á meðal Loreen sjálf, fengu innblástur frá marokkóskum uppruna hennar og laginu sjálfu. Kvikmyndir eins og Dune og mótorhjólasenan voru innblástur fyrir klæðnaðinn,“ segir Furebäck. Eurovision Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Svíþjóð Tíska og hönnun Tengdar fréttir Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“ Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter. 14. maí 2023 11:03 Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. 16. maí 2023 13:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Sænska söngkonan Loreen vann Eurovision um helgina með laginu Tattoo. Klæðnaður og útlit Loreen í atriðinu þykir ansi líkt aðalpersónu stuttmyndarinnar Mantis eftir Sæmund Þór en myndin kom út í fyrra. Hefur Sæmundur haft samband við Myndstef, sem annast höfundarrétt myndlistarmanna, til að athuga með rétt sinn. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta,“ sagði Sæmundur í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni. Í svari við fyrirspurn sænska ríkisútvarpsins segir Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda Loreen og ein þeirra sem fylgdu söngkonunni í gegnum keppnina, að enginn þar á bæ hafi séð téða stuttmynd. „Hópurinn, þar á meðal Loreen sjálf, fengu innblástur frá marokkóskum uppruna hennar og laginu sjálfu. Kvikmyndir eins og Dune og mótorhjólasenan voru innblástur fyrir klæðnaðinn,“ segir Furebäck.
Eurovision Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Svíþjóð Tíska og hönnun Tengdar fréttir Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“ Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter. 14. maí 2023 11:03 Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. 16. maí 2023 13:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“ Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter. 14. maí 2023 11:03
Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. 16. maí 2023 13:30