Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:19 Þórdís afhendir utanríkisráðherra Lettlands hamarinn við lok Reykjavíkurfundarins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira