Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:19 Þórdís afhendir utanríkisráðherra Lettlands hamarinn við lok Reykjavíkurfundarins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira