Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 15:01 Biggi Maus hefur hafið sólóferilinn á nýjan leik. Kristín Anna Kristjánsdóttir. Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. „Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira