Sveindís spilar úrslitaleiki fyrir framan metfjölda í Þýskalandi og Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gerðu frábærlega í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, og Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir verður í sviðsljósinu með þýska stórliðinu Wolfsburg á næstunni. Liðið spilar bikarúrslitaleik í Þýskalandi á morgun og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 3. júní, og áhorfendamet verður slegið á báðum leikjum. Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira