Fótbolti

Stelpurnar okkar mæta Austur­ríki í júlí

Aron Guðmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því austurríska í vináttulandsleik á Wiener Neustadt ERGO leikvanginum í Austurríki þann 18.júlí seinna á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Knattspyrnusambands Íslands en um er að ræða leik sem er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Fjórum dögum fyrir leikinn við Austurríki mætir Ísland liði Finnlands á Laugardalsvelli, einnig í vináttulandsleik.

Íslenska kvennalandsliðið verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust í A-deild á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni.

Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september.

Kvennalandslið Íslands og Austurríkis í knattspyrnu hafa aðeins einu sinni mæst áður. Það var á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2017. 

Þann leik vann Austurríki með þremur mörkum gegn engu. 


Tengdar fréttir

Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene?

Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×