Grunnverð á slíkum bíl eru tæpar fjórtán milljónir króna hér á landi. Bíllinn er árgerð 2022 og vafalítið hafa einhverjir á höfuðborgarsvæðinu tekið eftir bílnum í umferðinni.
„Mig langaði bara að vera á öðruvísi bíl og lit,“ segir Patrik spurður hvers vegna þessi litu hafi verið fyrir valinu og bætir við:
„Mig langaði í bleikan en það var ekki til.“
Að sögn Patriks stefnir hann á að fá sér einkanúmerið PBT sem stendur fyrir Prettyboitjokko.
„Ég er alltaf á leiðinni að panta það.“
Mikið er um að vera hjá Patrik þessa dagana. Hann er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður yngri kynslóðarinnar.
„Ég er að fara að halda tónleika á morgun á Auto og ætla svo að djamma með liðinu,“ segir Patrik og tekur fram að hann sé þó hættur að drekka áfengi.
„Ég hætti að drekka fyrir rúmu ári síðan. Ég fékk nóg, bara komið gott,“ segir Patrik spurður hver ástæðan hafi verið.
„Partýið er búið og öðruvísi partý að byrja.“
Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastiðinn mars með laginu Prettyboitjokko og gaf út samnefnda smáskvísu fyrir skemmstu.