Enski boltinn

Láns­maðurinn ekki meira með á tíma­bilinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcel Sabitzer hefur spilað sinn síðasta leik á tímabilinu.
Marcel Sabitzer hefur spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Marcel Sabitzer mun ekki leika meira með Manchester United á tímabilinu. Hann er á láni frá Bayern München.

Hinn 29 ára gamli Sabtzer kom á láni til Manchester í janúar þar sem leikmannahópur liðsins var orðinn heldur þunnur vegna álags og meiðsla. Sabitzer hefur sjálfur ekki gengið heill til skógar og misst töluvert úr vegna meiðsla.

Nú hefur verið staðfest að Sabitzer verði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla. Er þetta mikið áfall fyrir liðið þar sem það er í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð sem og það mætir Manchester City í úrslitum FA-bikarsins í júní.

Sabitzer hefur alls spilað 18 leiki í öllum keppnum fyrir Man United og skorað þrjú mörk. Lánsamningur hans rennur út í sumar og talið er ólíklegt að Erik Ten Hag vilji festa kaup á leikmanninum vegna meiðslasögu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×