Garðar Cortes er látinn Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2023 06:00 Garðar Cortes lék stórt hlutverk í íslensku tónlistarlífi svo áratugum skipti. Getty/Marc Broussely Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. Garðar Emanúel Cortes fæddist 24. september 1940 og var því á 83. aldursári þegar hann kvaddi. Garðar kom að íslensku tónlistarlífi nánast úr öllum áttum og var allt í öllu. Garðar var söngvari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, óperustjóri, söngskólastjóri auk þess sem hann stofnaði hljómsveitir, kóra, tónlistarskóla og óperu. Í grein um Garðar sem finna má á vefnum Glatkistunni segir að hann hafi fórnað „frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér á landi í söng- og óperumálum, fingraför Garðars er að finna víða í íslensku tónlistarlífi og tenórsöng hans má heyra á fjölda platna.“ Svo áfram sé vitnað til áðurnefndrar greinar, sem er ítarleg, segir að fátt hafi bent til þess framan af að hann yrði tónlistarmaður. Hann nam guðfræði í tvo vetur á Bretlandseyjum og hafði einnig hugmyndir um verða flugumferðarstjóri. En hann hafði lært á píanó sem barn og hafi verið í skólakór Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Garðar var af listrænu fólki kominn. Þrjú börn Garðars af fjórum hafa jafnframt meira og minna helgað sig söng. Feðgarnir Garðar Thór og Garðar eldri á tónleikum árið 2007. Sá yngri söng á meðan karl faðir hans mundaði sprotann í hlutverki stjórnanda.Getty Haustið 1963 flutti Garðar til London og hóf þar söngnám. „Þar nam hann auk söngs hljómsveitarstjórnun og kórstjórnun og lauk jafnframt kennaraprófi frá Royal Academy of Music og Trinity College of Music. Með námi sínu ytra vann hann ýmis störf og m.a. fékkst hann við söng á krám þar sem hann söng t.a.m. lög með Bítlunum. Síðar átti hann eftir að mennta sig frekar í sönglistinni, í Austurríki og á Ítalíu en það voru mestmegnis styttri námskeið.“ Garðar lauk námi í London 1969 og bauðst að starfa áfram í Bretlandi hvar hann hafði starfað við kennslu, kór- og hljómsveitastjórnun en hann hafnaði starfi hjá BBC, kom heim til Íslands til að gerast tónlistarkennari og skólastjóri við tónlistarskólann á Seyðisfirði þar sem hann var einn vetur og stjórnaði þar einnig kórum sem hann kom á fót. Þann sama vetur starfaði hann einnig við Þjóðleikhúsið þar sem hann söng og lék hlutverk í Pilti og stúlku. Hann flutti til Reykjavíkur 1970 hófst og lét þá þegar til sín taka svo um munaði. Meðal verkefna voru þau að stjórna karlakórnum Fóstbræðrum, hann starfaði við tónlist í Þjóðleikhúsinu, stjórnaði Þjóðleikhúskórnum, Samkór Kópavogs og söng einsöng á tónleikum, í útvarpi og sjónvarpi. Engin takmörk virtust fyrir starfsþreki; hann söng um tíma í Einsöngvarakórnum og stjórnaði þeim kór einnig, aukinheldur sem hann leysti af í Einsöngvarakvartettnum, söng með Ljóðakórnum o.fl. svo verkefnin voru ærin. Fyrstu árin kenndi hann jafnframt tónlist og ensku við Réttarholtsskóla.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Garðar Cortes sungu saman oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hér syngur Diddú og Garðar stjórnar.Getty Eins og lætur nærri var þetta ærinn starfi en Garðar var maður eigi einhamur og hann var borinn til að lyfta Grettistaki. Fyrsta stóra verkefnið sem Garðar tók sér fyrir hendur í íslensku tónlistarlífi var að koma á laggirnar söngskóla. Fram að því höfðu íslenskir söngvarar þurft að sækja menntun sína út fyrir landsteinana. Söngskólann í Reykjavík stofnaði hann sumarið 1973 og var Garðar skólastjóri skólans frá upphafi til vorsins 2022. Fimm árum eftir stofnun skólans var hann að sjálfseignarstofnun þegar félag var stofnað undir hann og hann er enn starfandi í dag og hafa þúsundir söngnema farið þar í gegn. Strax fyrsta haustið bárust um hundrað umsóknir sem sýnir að þörfin fyrir Söngskólann í Reykjavík var mikil. Sjálfur kenndi Garðar við skólann og meðal þekktra óperusöngvara sem hafa notið kennslu hans má nefna Viðar Gunnarsson, Kolbein Ketilsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarna Thor Kristinsson að ógleymdum syni Garðars, nafna hans Garðar Thór Cortes. Garðar söng ótal óperuhlutverk á þessum árum. Hann stofnaði Íslensku óperuna árið 1979. Þar var hann óperustjóri allt til 1999. Sólveig Baldursdóttir á tímaritinu Lifðu núna ræddi við Garðar fyrir tveimur árum, á skrifstofu hans í Söngskólanum og þar kemur fram að eftirnafn hans komi frá föðurafa hans sem kom til Íslands frá Svíþjóð með Gutenberg prentvélar á sínum tíma, kynntist íslenskri stúlku og tenginunum var kastað. Í viðtalinu kemur Garðar víða við enda af nægu að taka þegar ferill sem þessi er annars vegar. Hann segir þar mikil mistök hafi verið gerð þegar Gamla bíó, sem var húsnæði Íslensku óperunnar, hafi verið seld. Og honum leist ekki vel á stöðuna í óperuheiminum á Íslandi. „Það eru í rauninni fleiri óperusöngvarar á Íslandi en gott er því lykilsöngvarar komast ekki að. Þegar íslenskir söngvarar fara út í framhaldsnám er tekið eftir þeim því það eru meðmæli að vera frá Íslandi raddlega séð. Þegar þeir syngja fyrir flykkjast umboðsmenn, skólastjórar og óperustjórar að til að hlusta á þá en samfélagið okkar er bara svo lítið að þegar þeir koma heim sem atvinnumenn komast þeir ekki að því það vantar atvinnuvettvang.“ Garðar hætti að koma fram á tónleikum um sextugt, til að hleypa yngri kynslóðum að, en hélt þó áfram að taka upp söng. Hann talar einnig um það þegar hann missti röddina, vegna mistaka í svæingu í hnjáskiptiaðgerð fyrir átta árum. „Ég var mjög vel sönghæfur fram að þeim tíma og auðvitað er það sorg og eftirsjá að svo skyldi hafa farið en það þýðir ekki að sýta það. Ég var orðinn fullorðinn og eins gott að velta því ekki fyrir sér of lengi,” segir Garðar í samtali við Sólveigu, reynslunni ríkari. „Ég þakka bara fyrir tímann sem ég átti í söngnum því ég naut hverrar mínútu.“ En þó raddbönd hins mikla söngvara væru sem áður var ekki eins og Garðar sæti auðum höndum þá er tónlistarlífið er annars vegar. Þegar þarna var komið sögu stjórnaði Garðar tveimur kórum: Óperukórnum í Reykjavík með 50 meðlimum og Karlakór Kópavogs hvar í eru 62 meðlimir. Eins og hér hefur verið tæpt á virtist Garðar hafa getað gengið að óþrjótandi listrænum krafti og orku og muna áhugamenn um íslenska kvikmyndagerð eftir Garðari í minnisstæðu hlutverki í Karlakórnum Heklu í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur. Þá var Garðari veitt heiðursverðlaun Sviðlistasambands Íslands árið 2017. Garðar lætur eftir sig fjögur börn og níu barnabörn. Eftirlifandi eiginkona hans er Krystyna Cortes, tónlistarkennari og píanóleikari. Andlát Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Garðar Emanúel Cortes fæddist 24. september 1940 og var því á 83. aldursári þegar hann kvaddi. Garðar kom að íslensku tónlistarlífi nánast úr öllum áttum og var allt í öllu. Garðar var söngvari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, óperustjóri, söngskólastjóri auk þess sem hann stofnaði hljómsveitir, kóra, tónlistarskóla og óperu. Í grein um Garðar sem finna má á vefnum Glatkistunni segir að hann hafi fórnað „frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér á landi í söng- og óperumálum, fingraför Garðars er að finna víða í íslensku tónlistarlífi og tenórsöng hans má heyra á fjölda platna.“ Svo áfram sé vitnað til áðurnefndrar greinar, sem er ítarleg, segir að fátt hafi bent til þess framan af að hann yrði tónlistarmaður. Hann nam guðfræði í tvo vetur á Bretlandseyjum og hafði einnig hugmyndir um verða flugumferðarstjóri. En hann hafði lært á píanó sem barn og hafi verið í skólakór Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Garðar var af listrænu fólki kominn. Þrjú börn Garðars af fjórum hafa jafnframt meira og minna helgað sig söng. Feðgarnir Garðar Thór og Garðar eldri á tónleikum árið 2007. Sá yngri söng á meðan karl faðir hans mundaði sprotann í hlutverki stjórnanda.Getty Haustið 1963 flutti Garðar til London og hóf þar söngnám. „Þar nam hann auk söngs hljómsveitarstjórnun og kórstjórnun og lauk jafnframt kennaraprófi frá Royal Academy of Music og Trinity College of Music. Með námi sínu ytra vann hann ýmis störf og m.a. fékkst hann við söng á krám þar sem hann söng t.a.m. lög með Bítlunum. Síðar átti hann eftir að mennta sig frekar í sönglistinni, í Austurríki og á Ítalíu en það voru mestmegnis styttri námskeið.“ Garðar lauk námi í London 1969 og bauðst að starfa áfram í Bretlandi hvar hann hafði starfað við kennslu, kór- og hljómsveitastjórnun en hann hafnaði starfi hjá BBC, kom heim til Íslands til að gerast tónlistarkennari og skólastjóri við tónlistarskólann á Seyðisfirði þar sem hann var einn vetur og stjórnaði þar einnig kórum sem hann kom á fót. Þann sama vetur starfaði hann einnig við Þjóðleikhúsið þar sem hann söng og lék hlutverk í Pilti og stúlku. Hann flutti til Reykjavíkur 1970 hófst og lét þá þegar til sín taka svo um munaði. Meðal verkefna voru þau að stjórna karlakórnum Fóstbræðrum, hann starfaði við tónlist í Þjóðleikhúsinu, stjórnaði Þjóðleikhúskórnum, Samkór Kópavogs og söng einsöng á tónleikum, í útvarpi og sjónvarpi. Engin takmörk virtust fyrir starfsþreki; hann söng um tíma í Einsöngvarakórnum og stjórnaði þeim kór einnig, aukinheldur sem hann leysti af í Einsöngvarakvartettnum, söng með Ljóðakórnum o.fl. svo verkefnin voru ærin. Fyrstu árin kenndi hann jafnframt tónlist og ensku við Réttarholtsskóla.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Garðar Cortes sungu saman oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hér syngur Diddú og Garðar stjórnar.Getty Eins og lætur nærri var þetta ærinn starfi en Garðar var maður eigi einhamur og hann var borinn til að lyfta Grettistaki. Fyrsta stóra verkefnið sem Garðar tók sér fyrir hendur í íslensku tónlistarlífi var að koma á laggirnar söngskóla. Fram að því höfðu íslenskir söngvarar þurft að sækja menntun sína út fyrir landsteinana. Söngskólann í Reykjavík stofnaði hann sumarið 1973 og var Garðar skólastjóri skólans frá upphafi til vorsins 2022. Fimm árum eftir stofnun skólans var hann að sjálfseignarstofnun þegar félag var stofnað undir hann og hann er enn starfandi í dag og hafa þúsundir söngnema farið þar í gegn. Strax fyrsta haustið bárust um hundrað umsóknir sem sýnir að þörfin fyrir Söngskólann í Reykjavík var mikil. Sjálfur kenndi Garðar við skólann og meðal þekktra óperusöngvara sem hafa notið kennslu hans má nefna Viðar Gunnarsson, Kolbein Ketilsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarna Thor Kristinsson að ógleymdum syni Garðars, nafna hans Garðar Thór Cortes. Garðar söng ótal óperuhlutverk á þessum árum. Hann stofnaði Íslensku óperuna árið 1979. Þar var hann óperustjóri allt til 1999. Sólveig Baldursdóttir á tímaritinu Lifðu núna ræddi við Garðar fyrir tveimur árum, á skrifstofu hans í Söngskólanum og þar kemur fram að eftirnafn hans komi frá föðurafa hans sem kom til Íslands frá Svíþjóð með Gutenberg prentvélar á sínum tíma, kynntist íslenskri stúlku og tenginunum var kastað. Í viðtalinu kemur Garðar víða við enda af nægu að taka þegar ferill sem þessi er annars vegar. Hann segir þar mikil mistök hafi verið gerð þegar Gamla bíó, sem var húsnæði Íslensku óperunnar, hafi verið seld. Og honum leist ekki vel á stöðuna í óperuheiminum á Íslandi. „Það eru í rauninni fleiri óperusöngvarar á Íslandi en gott er því lykilsöngvarar komast ekki að. Þegar íslenskir söngvarar fara út í framhaldsnám er tekið eftir þeim því það eru meðmæli að vera frá Íslandi raddlega séð. Þegar þeir syngja fyrir flykkjast umboðsmenn, skólastjórar og óperustjórar að til að hlusta á þá en samfélagið okkar er bara svo lítið að þegar þeir koma heim sem atvinnumenn komast þeir ekki að því það vantar atvinnuvettvang.“ Garðar hætti að koma fram á tónleikum um sextugt, til að hleypa yngri kynslóðum að, en hélt þó áfram að taka upp söng. Hann talar einnig um það þegar hann missti röddina, vegna mistaka í svæingu í hnjáskiptiaðgerð fyrir átta árum. „Ég var mjög vel sönghæfur fram að þeim tíma og auðvitað er það sorg og eftirsjá að svo skyldi hafa farið en það þýðir ekki að sýta það. Ég var orðinn fullorðinn og eins gott að velta því ekki fyrir sér of lengi,” segir Garðar í samtali við Sólveigu, reynslunni ríkari. „Ég þakka bara fyrir tímann sem ég átti í söngnum því ég naut hverrar mínútu.“ En þó raddbönd hins mikla söngvara væru sem áður var ekki eins og Garðar sæti auðum höndum þá er tónlistarlífið er annars vegar. Þegar þarna var komið sögu stjórnaði Garðar tveimur kórum: Óperukórnum í Reykjavík með 50 meðlimum og Karlakór Kópavogs hvar í eru 62 meðlimir. Eins og hér hefur verið tæpt á virtist Garðar hafa getað gengið að óþrjótandi listrænum krafti og orku og muna áhugamenn um íslenska kvikmyndagerð eftir Garðari í minnisstæðu hlutverki í Karlakórnum Heklu í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur. Þá var Garðari veitt heiðursverðlaun Sviðlistasambands Íslands árið 2017. Garðar lætur eftir sig fjögur börn og níu barnabörn. Eftirlifandi eiginkona hans er Krystyna Cortes, tónlistarkennari og píanóleikari.
Andlát Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira