Lífið

„Var orðinn frekar þungur andlega þegar ég gat loksins drullað mér heim“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Darri er einn af okkar bestu og farsælustu leikurum.
Ólafur Darri er einn af okkar bestu og farsælustu leikurum. Vísir/stöð2

Ólafur Darri Ólafsson segir að það sé oft á tíðum mjög erfitt að vera frá fjölskyldunni sinni þegar hann starfar sem leikari erlendis. Þetta kom fram í spjalli hans við Fannar Sveinsson í síðasta þætti af Framkomu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Fannar fylgdist einnig með uppistandaranum Snjólaugu Lúðvíksdóttur og tónlistarkonunni Klöru Ósk Elíasdóttur áður en þær stigi á svið.

Ólafur var staddur í höfuðborg Slóveníu, Ljubliana við tökur á kvikmyndinni Hidden People þegar Fannar ræddi við hann.

„Það er erfitt að vera svona mikið í burtu,“ segir Ólafur og heldur áfram.

„Þetta er svolítið langt. Ég er núna í sjö vikur og er búinn að vera hér í tvær vikur. Það lengsta sem ég hef gert var þegar ég var að taka upp seríu sem heitir The Tourist og það var í Covid og þá var ég í burtu í fjóra og hálfan mánuð og það var of mikið. Yfirleitt hefur fjölskyldan getað komið og heimsótt mig eða ég skotist heim en þarna var Ástralía bara lokuð. Ég var orðinn frekar þungur andlega þegar ég gat loksins drullað mér heim.“

Klippa: Var orðinn frekar þungur andlega þegar ég gat loksins drullað mér heima





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.