Lyngby áfrýjar umdeildu leikbanni Sævars Atla Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 11:01 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur áfrýjað guli spjaldi sem Sævar Atli Magnússon fékk í leik gegn Silkeborg IF um nýafstaðna helgi. Spjaldið veldur því að Sævar er í banni í næsta leik liðsins. Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens.
Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira