Fótbolti

Settir í bann eftir að hafa neitað að bera regn­boga­liti

Aron Guðmundsson skrifar
Zakaria Aboukhlal var einn þeirra leikmanna Toulouse sem kærði sig ekki um að bera regnbogalitað númer á sinni treyju.
Zakaria Aboukhlal var einn þeirra leikmanna Toulouse sem kærði sig ekki um að bera regnbogalitað númer á sinni treyju. Vísir/Getty

Nokkrir leik­manna franska úr­vals­deildar­fé­lagsins Tou­lou­se í knatt­spyrnu voru fjar­lægðir úr leik­manna­hópi fé­lagsins fyrir leik gegn Nan­tes í frönsku úr­vals­deildinni í gær eftir að þeir neituðu að spila í treyjum með regn­boga­lituðum númerum.

Tou­lou­se, auk fleiri liða, hafði á­kveðið að sýna stuðning í verki við réttinda­bar­áttu hin­segin fólks með því að spila í treyjum með regn­boga­lituðum númerum.

Í yfir­lýsingu sem Tou­lou­se gaf frá sér í gær sagði hins vegar að nokkrir leik­menn fé­lagsins hafi verið mót­fallnir þessari á­kvörðun.

„Nokkrir leik­menn hafa lýst yfir ó­á­nægju sinni með á­kvörðun fé­lagsins að sýna réttinda­bar­áttu hin­segin fólks stuðnings með því að leika í regn­boga­litum. Við virðum skoðana­frelsi ein­stak­linga en eftir sam­tal við um­rædda leik­menn höfum við á­kveðið að halda þeim utan leik­manna­hóps fé­lagsins fyrir komandi leik,“ sagði meðal annars í yfir­lýsingu Tou­lou­se.

Meðal þeirra leik­manna Tou­lou­se, sem kærðu sig ekki um að klæðast treyju með regn­boga­lituðum númerum, var Zakaria Abouk­hlal.

„Ég hef tekið þá á­kvörðun að taka ekki þátt í leik dagins,“ ritaði Zakaria í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í gær. „Virðing fyrir öðrum er eitt­hvað sem ég hef í há­vegum. Hins vegar tel ég mig ekki vera rétta manninn til þess að taka þátt í þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×