Handbolti

Guð­­mundur vakti björn sem hafði verið sofandi í 43 ár

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson var sjálfsagt djúpt hugsi í nótt eins og hér á hliðarlínunni. Framundan er mikilvægur leikur við Sviss á morgun.
Guðmundur Guðmundsson var sjálfsagt djúpt hugsi í nótt eins og hér á hliðarlínunni. Framundan er mikilvægur leikur við Sviss á morgun. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Mikil gleði ríkir nú í her­búðum danska hand­­bolta­félagsins Federicia sem hefur, undir stjórn Guð­­mundar Guð­­munds­­sonar, tryggt sér sæti í undan­úr­slitum dönsku úr­­vals­­deildarinnar.

Fjöru­tíu og þrú ár eru liðin frá því að Federicia komst síðast í undan­úr­slit deildarinnar árið 1980, margir af nú­verandi stuðnings­­mönnum liðsins voru því ekki fæddir þegar að fé­lagið fetaði þá þann stíg sem nú er orðinn aftur að veru­­leika.

Árin þar áður varð Federicia, þá sem Federicia KFUM, danskur meistari fimm ár í röð. Fyrst með Flemming Han­sen og svo Michael Berg í farar­broddi hvað marka­skorun varðar.

For­­maður Federicia segir mark­miðinu, sem stjórn­endur fé­lagsins settu fram árið 2014, hafa verið náð tveimur árum á undan á­ætlun.

„Mark­miðið var að koma Federicia aftur á þann stað að geta keppt til verð­­launa árið 2025. Við stöndum hér árið 2023 og eigum mögu­­leika á titli. Það eru for­réttindi,“ sagði Bent Jen­sen, for­­maður Federicia í við­tali við staðar­blaðið í Federicia.

Jen­sen segir að Federicia hafi undan­farna ára­tugi verið sofandi björn sem hafi nú vaknað. Liðið sé ekki bara komið á góðan stað heldur standi sam­­fé­lagið í Federicia nú þétt við bakið á liðinu.

Federicia fékk frá­bæran stuðning á úti­­velli í leik sínum gegn Skander­borg um ný­liðna helgi. Yfir 500 stuðnings­­menn Federicia gerðu sér ferð norður til Skander­borg til þess að hjálpa sínu liði að tryggja sér sæti í undan­úr­slitum.

Segja má að gengi Federicia í dönsku úr­­vals­­deildinni eftir ára­­mót sé það sem hafi tryggt liðinu sæti í úr­­slita­­keppni deildarinnar til að byrja með.

Federica endaði í 7. sæti deildarinnar, það veitti sæti í úr­­slita­­keppninni en þar hóf liðið keppni með 0 stig.

Fjórir sigrar, eitt jafn­tefli og að­eins eitt tap varð til þess að liðinu tókst að tryggja sér annað sæti síns riðils með níu stig og sæti í undan­úr­slitum deildarinnar. Fram undan er ein­vígi við Ála­borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×