Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 10:01 Blær Hinriksson á ferðinni í einvíginu á móti Haukum. Hann fékk hrós frá fyrirliða sínum. Vísir/Hulda Margrét Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira