„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 12:04 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann er ósáttur við dómgæsluna í úrslitakeppni Olís-deildar karla. vísir/getty Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira