Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 21:05 Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti með Sunnu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira