Fótbolti

KSÍ vill að UEFA breyti nafni Meistara­deildar Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Madrid vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Real Madrid vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Getty/Alex Livesey

Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti skipan í sérstakan starfshóp um kynjajafnrétti á fundi sinum á Akranesi 3. maí síðastliðinn en jafnréttismál voru áberandi á fundinum.

KSÍ segir frá helstu umræðuefnum stjórnarfundarins á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að rætt hafi verið um U21 landslið kvenna og möguleg verkefni en UEFA býður ekki upp á mót fyrir þann aldursflokk kvenna.

KSÍ mun halda áfram að beita sér fyrir því máli á vettvangi UEFA, ásamt jafnréttismálum sem meðal annars snúa að kynjaskiptingu í stjórn og nefndum UEFA, sem og nafnagiftum á mótum á vegum UEFA.

KSÍ vill nefnilega að UEFA breyti nafni Meistaradeildar Evrópu.

Öll mót á vegum KSÍ bera heiti þess kyns sem tekur þátt eins og við sjáum á Bestu deild karla og Bestu deild kvenna. Þannig er það ekki hjá UEFA því þar heita stærstu mótin Meistaradeild (UEFA Champions League) og Meistaradeild kvenna (UEFA Women´s Champions League).

Samkvæmt reglu KSÍ þá væri rétt að mótin hétu Meistaradeild karla (UEFA Men´s Champions League) og Meistaradeild kvenna (UEFA Women´s Champions League).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×