Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2023 07:00 Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick að ræða málin. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira