Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 11:50 Kolbrún María Másdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir bakraddir láta ákaflega vel af dvölinni í Liverpool. Að hitta Loreen hafi sannarlega verið hápunktur. Vísir/Helena Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Söngkonurnar Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Kolbrún María Másdóttir verða Diljá til halds og trausts á undanúrslitunum á fimmtudag, ásamt bakröddunum Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Steinari Baldurssyni. Kolbrún og Katla kynntust Diljá í Versló. Atriðið eins og það leggur sig var reyndar í Versló; Ásgeir og Steinar eru einnig Verslingar, auk Pálma Ragnars Ásgeirssonar, lagahöfundar. Eurovísir hitti Kötlu og Kolbrúnu í Liverpool. Gríðarskemmtilegt viðtal við söngkonurnar tvær má horfa á í þriðja þætti Eurovísis hér fyrir neðan. Klippa: Eurovísir: Konurnar á bak við Diljá Bakraddirnar stíga í raun ekki á eiginlegt svið Eurovision-hallarinnar í Liverpool. Þær þenja raddböndin í vel teppalögðu herbergi baksviðs, Diljá á sviðið ein. Kolbrún og Katla eru ánægðar með þetta fyrirkomulag. Það sé ekkert fúlt að sjást ekki í sjónvarpinu, stressið sé minna en ella. En það þýði þó ekki að þær hafi sig ekki til fyrir sýningu. Katla ásamt hinum finnska Käärijä. Hún er hrifin! „Það eru ljósmyndarar alls staðar!“ segir Katla. „Það er líka bara gaman að gera sig til fyrir sig, sjálfstraustið verður meira. Og maður fær ekki jafn mikið „impostor syndrome“, manni líður aðeins meira eins og maður megi vera hérna.“ Sjúk í hinn finnska Käärijä Þá hefur hópurinn náð að blanda geði við aðra keppendur á svæðinu. „Ég og finnski, ég og Käärijä, erum núna bestu vinir. Ég hef talað við hann einu sinni, fékk mynd með honum af því að ég er ástfangin,“ segir Katla kímin. „Við hittum líka Kýpur mjög oft. Þeir eru á eftir okkur að syngja og eru með okkur á hóteli,“ segir Kolbrún. Kýpverjarnir eru í raun Ástralir og mjög afgerandi sem slíkir, að sögn stelpnanna, sem hafa tileinkað sér ástralska hreiminn á mettíma, eins og heyrist glögglega á þeim í viðtalinu. „Loreen elskar Diljá“ Og svo er það stóra L-ið, „Lára“ eins og meðlimir íslenska atriðisins kalla hana gjarnan svo hún heyri ekki óvart í þeim. Hin sænska Loreen, sú sem flestir spá sigri í keppninni í ár. Ein stærsta Eurovision-stjarna fyrr og síðar. „Við áttum algjörlega magnað móment með þeirri konu,“ segir Katla. Íslenski hópurinn var staddur í hinu svokallaða norræna partíi, Eurovision-gleðskap þar sem öll Norðurlöndin koma saman. Loreen var á leið út þegar hana rekur í rogastans. Stelpurnar lýsa atburðarásinni af mikilli innlifun. Það fór sannarlega vel á með Diljá og Loreen. „Svo sér hún bara Diljá og hún hleypur í átt til okkar. Og hún talar um Diljá bara eins og hún sé í guðatölu. Hún er bara: Þú ert ótrúleg söngkona, magnað hvernig þú nærð þessum nótum meðan þú hreyfir þig,“ segir Kolbrún „Svo segir hún: Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ég vildi að ég væri frá Íslandi og gæti sungið svona vel,“ segir Katla. „Loreen elskar Diljá,“ bætir Kolbrún við. Í þriðja þætti Eurovísis hér að ofan ræða stelpurnar einnig viðbrögð Diljár við lofræðu Loreen og segja svo frá leiðinlegu hliðum Eurovision-dvalarinnar, bátsferð frá helvíti, uppáhalds Eurovision-lögunum og tilfinningunum gagnvart stóru stundinni á fimmtudaginn. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Svíþjóð Tengdar fréttir Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Sjá meira
Söngkonurnar Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Kolbrún María Másdóttir verða Diljá til halds og trausts á undanúrslitunum á fimmtudag, ásamt bakröddunum Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Steinari Baldurssyni. Kolbrún og Katla kynntust Diljá í Versló. Atriðið eins og það leggur sig var reyndar í Versló; Ásgeir og Steinar eru einnig Verslingar, auk Pálma Ragnars Ásgeirssonar, lagahöfundar. Eurovísir hitti Kötlu og Kolbrúnu í Liverpool. Gríðarskemmtilegt viðtal við söngkonurnar tvær má horfa á í þriðja þætti Eurovísis hér fyrir neðan. Klippa: Eurovísir: Konurnar á bak við Diljá Bakraddirnar stíga í raun ekki á eiginlegt svið Eurovision-hallarinnar í Liverpool. Þær þenja raddböndin í vel teppalögðu herbergi baksviðs, Diljá á sviðið ein. Kolbrún og Katla eru ánægðar með þetta fyrirkomulag. Það sé ekkert fúlt að sjást ekki í sjónvarpinu, stressið sé minna en ella. En það þýði þó ekki að þær hafi sig ekki til fyrir sýningu. Katla ásamt hinum finnska Käärijä. Hún er hrifin! „Það eru ljósmyndarar alls staðar!“ segir Katla. „Það er líka bara gaman að gera sig til fyrir sig, sjálfstraustið verður meira. Og maður fær ekki jafn mikið „impostor syndrome“, manni líður aðeins meira eins og maður megi vera hérna.“ Sjúk í hinn finnska Käärijä Þá hefur hópurinn náð að blanda geði við aðra keppendur á svæðinu. „Ég og finnski, ég og Käärijä, erum núna bestu vinir. Ég hef talað við hann einu sinni, fékk mynd með honum af því að ég er ástfangin,“ segir Katla kímin. „Við hittum líka Kýpur mjög oft. Þeir eru á eftir okkur að syngja og eru með okkur á hóteli,“ segir Kolbrún. Kýpverjarnir eru í raun Ástralir og mjög afgerandi sem slíkir, að sögn stelpnanna, sem hafa tileinkað sér ástralska hreiminn á mettíma, eins og heyrist glögglega á þeim í viðtalinu. „Loreen elskar Diljá“ Og svo er það stóra L-ið, „Lára“ eins og meðlimir íslenska atriðisins kalla hana gjarnan svo hún heyri ekki óvart í þeim. Hin sænska Loreen, sú sem flestir spá sigri í keppninni í ár. Ein stærsta Eurovision-stjarna fyrr og síðar. „Við áttum algjörlega magnað móment með þeirri konu,“ segir Katla. Íslenski hópurinn var staddur í hinu svokallaða norræna partíi, Eurovision-gleðskap þar sem öll Norðurlöndin koma saman. Loreen var á leið út þegar hana rekur í rogastans. Stelpurnar lýsa atburðarásinni af mikilli innlifun. Það fór sannarlega vel á með Diljá og Loreen. „Svo sér hún bara Diljá og hún hleypur í átt til okkar. Og hún talar um Diljá bara eins og hún sé í guðatölu. Hún er bara: Þú ert ótrúleg söngkona, magnað hvernig þú nærð þessum nótum meðan þú hreyfir þig,“ segir Kolbrún „Svo segir hún: Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ég vildi að ég væri frá Íslandi og gæti sungið svona vel,“ segir Katla. „Loreen elskar Diljá,“ bætir Kolbrún við. Í þriðja þætti Eurovísis hér að ofan ræða stelpurnar einnig viðbrögð Diljár við lofræðu Loreen og segja svo frá leiðinlegu hliðum Eurovision-dvalarinnar, bátsferð frá helvíti, uppáhalds Eurovision-lögunum og tilfinningunum gagnvart stóru stundinni á fimmtudaginn. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Svíþjóð Tengdar fréttir Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Sjá meira
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01