Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 11:30 Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni. Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum. Danski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Sjá meira
Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Sjá meira