Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2023 23:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að marki Hauka. Vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira