Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 11:45 Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00