Ástar-haturs samband við Reykjavík varð að lagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 10:31 Einar Lövdahl var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík. Hörður Sveinsson „Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík. Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Einar Lövdahl - Reykjavík, ó, Reykjavík Ömurlegt en samtímis inspírerandi Einar segir þó gott að búa í Reykjavík og flest af því góða taki maður sem gefnu. „Svo eru óteljandi atriði sem maður staldrar svo oft við og svekkir sig á. Veðráttan, almenningssamgöngur, öll gráu húsin, allt þetta kaotíska. En á hinn bóginn er ég bundinn Reykjavík svo sterkum böndum þar sem flestallt sem er mér kært fyrirfinnst þar, flestallar af mínum bestu minningum urðu til þar. Að sitja fastur í bíl í Ártúnsbrekkunni eða krókna úr kulda í strætóskýli er ömurlegt en samtímis inspírerandi. Þess konar pirringur er frábær kraftur til að knýja áfram skrif. Ég reyni að vinna á þeim nótum í skáldskapnum líka, ég reyni að snúa upp á hversdagsleikann með einhverjum hætti sem vekur forvitni.“ Einar Lövdahl upplifir blendar tilfinningar til Reykjavíkurborgar, eins og sést hér. Hörður Sveinsson Einar hefur búið í Uppsölum í Svíþjóð undanfarin þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni en þau flytja aftur til landsins í næsta mánuði. „Þá munum við skjóta rótum í Reykjavík. Það gefur útgáfunni á þessu Reykjavíkurlagi örlítið aukakrydd.“ Svíþjóð hafði þó einnig mótandi áhrif á lagið. „Að komast allt í einu í kynni við fullt af skemmtilegri sænskri tónlist og ferska textagerð ásamt heimþrá urðu til þess að ég rak smiðshöggið á lagið hér úti í Svíþjóð.“ Prins Póló mikill áhrifavaldur Viðlagið við Reykjavík, ó, Reykjavík kom fyrst til Einars árið 2018. „Þá hafði ég búið úti á landi í nokkra mánuði og var farinn að sakna borgarinnar. Ég mætti í bæinn, það var kyrrt veður en samt svo þungbúið, hús eins og BSÍ gjörsamlega að gera sitt besta við að vera ljótt, og þá spratt fram þessi hugsun: Ég elska þig, Reykjavík – eða svona næstum því. Þetta sumar bjó ég ásamt konunni minni hjá Berglindi Häsler og Svavar Pétri Eysteinssyni heitnum, Prins Póló. Svavar er einn af áhrifavöldum þess að ég ákvað að gefa út tónlist aftur undir eigin nafni. Hann var mér frábær fyrirmynd, að fylgjast með honum kýla á það sem hann hafði ástríðu fyrir og ekki síður textarnir hans fengu mig til að hugsa: Já, ég vil gefa út meiri tónlist.“ Einar Lövdahl er hér staddur í Gula Studion að taka upp lagið.Arnar Guðjónsson Einar hefur verið viðloðinn tónlist í langan tíma en í ár er áratugur liðinn frá því að hann sendi frá sér sólóplötuna Tímar án ráða. Í millitíðinni hefur hann gefið út tvær bækur og samið texta fyrir aðra listamenn á borð við Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Jón Jónsson. „Sem dæmi má nefna lögin Gefðu allt sem þú átt og Ef ástin er hrein. Ef ástin er hrein var einmitt valið lag ársins á Hlustendaverðlaununum 2022 en þann texta sömdum við Jón saman,“ segir Einar. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra GDRN og Jón Jónsson flytja lagið Ef ástin er hrein á Hlustendaverðlaununum 2022: Reykjavík, ó, Reykjavík var tekið upp í Gula Studion í Malmö af Arnari Guðjónssyni sem útsetti líka lagið, spilaði á öll hljóðfærin og hljóðblandaði. „Það eru forréttindi að vinna með slíkum þúsundþjalasmið,“ segir Einar að lokum. Hér má hlusta á tónlist Einars á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Einar Lövdahl - Reykjavík, ó, Reykjavík Ömurlegt en samtímis inspírerandi Einar segir þó gott að búa í Reykjavík og flest af því góða taki maður sem gefnu. „Svo eru óteljandi atriði sem maður staldrar svo oft við og svekkir sig á. Veðráttan, almenningssamgöngur, öll gráu húsin, allt þetta kaotíska. En á hinn bóginn er ég bundinn Reykjavík svo sterkum böndum þar sem flestallt sem er mér kært fyrirfinnst þar, flestallar af mínum bestu minningum urðu til þar. Að sitja fastur í bíl í Ártúnsbrekkunni eða krókna úr kulda í strætóskýli er ömurlegt en samtímis inspírerandi. Þess konar pirringur er frábær kraftur til að knýja áfram skrif. Ég reyni að vinna á þeim nótum í skáldskapnum líka, ég reyni að snúa upp á hversdagsleikann með einhverjum hætti sem vekur forvitni.“ Einar Lövdahl upplifir blendar tilfinningar til Reykjavíkurborgar, eins og sést hér. Hörður Sveinsson Einar hefur búið í Uppsölum í Svíþjóð undanfarin þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni en þau flytja aftur til landsins í næsta mánuði. „Þá munum við skjóta rótum í Reykjavík. Það gefur útgáfunni á þessu Reykjavíkurlagi örlítið aukakrydd.“ Svíþjóð hafði þó einnig mótandi áhrif á lagið. „Að komast allt í einu í kynni við fullt af skemmtilegri sænskri tónlist og ferska textagerð ásamt heimþrá urðu til þess að ég rak smiðshöggið á lagið hér úti í Svíþjóð.“ Prins Póló mikill áhrifavaldur Viðlagið við Reykjavík, ó, Reykjavík kom fyrst til Einars árið 2018. „Þá hafði ég búið úti á landi í nokkra mánuði og var farinn að sakna borgarinnar. Ég mætti í bæinn, það var kyrrt veður en samt svo þungbúið, hús eins og BSÍ gjörsamlega að gera sitt besta við að vera ljótt, og þá spratt fram þessi hugsun: Ég elska þig, Reykjavík – eða svona næstum því. Þetta sumar bjó ég ásamt konunni minni hjá Berglindi Häsler og Svavar Pétri Eysteinssyni heitnum, Prins Póló. Svavar er einn af áhrifavöldum þess að ég ákvað að gefa út tónlist aftur undir eigin nafni. Hann var mér frábær fyrirmynd, að fylgjast með honum kýla á það sem hann hafði ástríðu fyrir og ekki síður textarnir hans fengu mig til að hugsa: Já, ég vil gefa út meiri tónlist.“ Einar Lövdahl er hér staddur í Gula Studion að taka upp lagið.Arnar Guðjónsson Einar hefur verið viðloðinn tónlist í langan tíma en í ár er áratugur liðinn frá því að hann sendi frá sér sólóplötuna Tímar án ráða. Í millitíðinni hefur hann gefið út tvær bækur og samið texta fyrir aðra listamenn á borð við Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Jón Jónsson. „Sem dæmi má nefna lögin Gefðu allt sem þú átt og Ef ástin er hrein. Ef ástin er hrein var einmitt valið lag ársins á Hlustendaverðlaununum 2022 en þann texta sömdum við Jón saman,“ segir Einar. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra GDRN og Jón Jónsson flytja lagið Ef ástin er hrein á Hlustendaverðlaununum 2022: Reykjavík, ó, Reykjavík var tekið upp í Gula Studion í Malmö af Arnari Guðjónssyni sem útsetti líka lagið, spilaði á öll hljóðfærin og hljóðblandaði. „Það eru forréttindi að vinna með slíkum þúsundþjalasmið,“ segir Einar að lokum. Hér má hlusta á tónlist Einars á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00