„Vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2023 22:29 Óskar Hrafn Þorvaldsson var hundfúll þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var allt annað en sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Fylki í kvöld. „Nei, bara alls ekki,“ sagði Óskar Hrafn, aðspurður að því hvort hann væri ekki hæstánægður með sigurinn. „Ég er það ekki. Ég er bara mjög ósáttur við hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spilum þennan leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Mér fannst við verða hægir í sóknarleiknum og mjög slappir í pressunni þegar við töpuðum boltanum. Lélegir í einn á einn stöðu, en kannski spilar það inn í að þú ert ekkert betri en andstæðingurinn leyfir.“ „En við vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu. Ég get það bara ekki. Því miður.“ Blikar hafa farið höktandi af stað á nýhöfnu tímabili í Bestu-deild karla og liðið hefur tapað tveimur af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Liðið var hársbreidd frá því að tapa enn fleiri stigum í kvöld, en Óskar segist ekki hafa svör við því af hverju liðið er ekki að spila jafn vel og í upphafi síðasta tímabils. „Ég veit það ekki. Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Þetta er að mörgu leyti nýtt lið að því leytinu til að við höfum ekki náð mörgum leikjum saman og við erum alltaf að breyta til. Við missum Ísak og við missum Dag, tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn og það tekur okkur bara tíma að ná taktinum aftur. Við höltrum núna á eftir Val og Víking og þessum liðum sem eru í góðum takti og að spila vel og svo þurfum við bara að ná taktinum hratt. En við komum bara þarna haltrandi í humátt.“ Þá vildi Óskar sem minnst tjá sig um það hvernig mótið er að þróast fyrstu vikurnar. „Mér bara gæti ekki staðið meira á sama um það hvernig þetta mót er að þróast. Eina sem ég get haft áhyggjur af er að orkan sem við lögðum í þennan leik var ekki nægileg. Hún var ekki í þeim standard sem við þurfum að leggja í þetta og það veldur mér áhyggjum.“ „Það kemur mér ekkert á óvart að Víkingur og Valur eru efst í þessari deild. Þau eru búin að vera að spila vel, eru í góðum takti og bara vel gert hjá þeim. Við höltrum þarna laskaðir einhvernveginn á eftir. Ekki komnir í takt og ekki komnir í gír. En á meðan við höltrum í humátt þá erum við ekki út úr myndinni. En það er alveg ljóst að við erum að fara á Meistaravelli á laugardaginn að spila á móti særðu liði KR og við þurfum að spila mikið betur þar ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“ Óskar viðurkennir einnig að hann hafi áhyggjur af stöðunni. „Já, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar liðið mitt spilar ekki betur en raun ber vitni. Ég get ekki stungið hausnum bara í sandinn og horft bara á úrslitin. Ég gerði það ekki þegar við unnum átta leiki í röð í fyrra og þá var ég oft á tíðum hundóánægður og ég áskil mér bara rétt til að vera það og hafa áhyggjur.“ „Ég hef alltaf áhyggjur. Ég hef áhyggjur eftir eftir hvern einasta leik, bara mismiklar. Ég hef miklar áhyggjur núna, en hafði minni áhyggjur eftir Stjörnuleikinn. Við erum ekkert betri en þessi leikur sýnir. Við fáum ekkert fyrir það sem við gerðum í gær eða fyrradag eða í fyrra. Fótbolti er núvitund og þú ert bara eins góður og þú ert daginn sem þú lifir og í dag vorum við ekki nærri nógu góðir. Við unnum þennan leik og einhverntíman getur maður sætt sig við að fá þrjú stig og auðvitað er ég innst inni þakklátur fyrir það, en frammistaðan var ekki boðleg,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Nei, bara alls ekki,“ sagði Óskar Hrafn, aðspurður að því hvort hann væri ekki hæstánægður með sigurinn. „Ég er það ekki. Ég er bara mjög ósáttur við hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spilum þennan leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Mér fannst við verða hægir í sóknarleiknum og mjög slappir í pressunni þegar við töpuðum boltanum. Lélegir í einn á einn stöðu, en kannski spilar það inn í að þú ert ekkert betri en andstæðingurinn leyfir.“ „En við vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu. Ég get það bara ekki. Því miður.“ Blikar hafa farið höktandi af stað á nýhöfnu tímabili í Bestu-deild karla og liðið hefur tapað tveimur af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Liðið var hársbreidd frá því að tapa enn fleiri stigum í kvöld, en Óskar segist ekki hafa svör við því af hverju liðið er ekki að spila jafn vel og í upphafi síðasta tímabils. „Ég veit það ekki. Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Þetta er að mörgu leyti nýtt lið að því leytinu til að við höfum ekki náð mörgum leikjum saman og við erum alltaf að breyta til. Við missum Ísak og við missum Dag, tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn og það tekur okkur bara tíma að ná taktinum aftur. Við höltrum núna á eftir Val og Víking og þessum liðum sem eru í góðum takti og að spila vel og svo þurfum við bara að ná taktinum hratt. En við komum bara þarna haltrandi í humátt.“ Þá vildi Óskar sem minnst tjá sig um það hvernig mótið er að þróast fyrstu vikurnar. „Mér bara gæti ekki staðið meira á sama um það hvernig þetta mót er að þróast. Eina sem ég get haft áhyggjur af er að orkan sem við lögðum í þennan leik var ekki nægileg. Hún var ekki í þeim standard sem við þurfum að leggja í þetta og það veldur mér áhyggjum.“ „Það kemur mér ekkert á óvart að Víkingur og Valur eru efst í þessari deild. Þau eru búin að vera að spila vel, eru í góðum takti og bara vel gert hjá þeim. Við höltrum þarna laskaðir einhvernveginn á eftir. Ekki komnir í takt og ekki komnir í gír. En á meðan við höltrum í humátt þá erum við ekki út úr myndinni. En það er alveg ljóst að við erum að fara á Meistaravelli á laugardaginn að spila á móti særðu liði KR og við þurfum að spila mikið betur þar ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“ Óskar viðurkennir einnig að hann hafi áhyggjur af stöðunni. „Já, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar liðið mitt spilar ekki betur en raun ber vitni. Ég get ekki stungið hausnum bara í sandinn og horft bara á úrslitin. Ég gerði það ekki þegar við unnum átta leiki í röð í fyrra og þá var ég oft á tíðum hundóánægður og ég áskil mér bara rétt til að vera það og hafa áhyggjur.“ „Ég hef alltaf áhyggjur. Ég hef áhyggjur eftir eftir hvern einasta leik, bara mismiklar. Ég hef miklar áhyggjur núna, en hafði minni áhyggjur eftir Stjörnuleikinn. Við erum ekkert betri en þessi leikur sýnir. Við fáum ekkert fyrir það sem við gerðum í gær eða fyrradag eða í fyrra. Fótbolti er núvitund og þú ert bara eins góður og þú ert daginn sem þú lifir og í dag vorum við ekki nærri nógu góðir. Við unnum þennan leik og einhverntíman getur maður sætt sig við að fá þrjú stig og auðvitað er ég innst inni þakklátur fyrir það, en frammistaðan var ekki boðleg,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10