Enski boltinn

Dýr­lingarnir sem gott sem fallnir eftir tap í Skíris­skógi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Taiwo Awoniyi fagnar með Brennan Johnson.
Taiwo Awoniyi fagnar með Brennan Johnson. Joe Giddens/Getty Images

Nottingham Forest vann 4-3 sigur á botnliði Southampton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Dýrlingarnir eru svo gott sem fallnir eftir tapið á meðan Forest lyfti sér upp úr fallsæti.

Taiwo Awoniyi skoraði tvívegis snemma leiks og kom Forest í 2-0 þegar aðeins 21 mínúta var liðin. Carlos Alcaraz minnkaði muninn skömmu síðar en Morgan Gibbs-White kom Forest í 3-1 með marki úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Lyanco minnkaði muninn í 3-2 í upphafi síðari hálfleiks og það stefndi í hörkuleik. Gestunum tókst hins vegar ekki að jafna og Danilo gerði í raun út um leikinn með marki á 73. mínútu.

Undir lok leiks kom Felipe heimamönnum í 5-2 en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það kom ekki að sök þó svo að gestirnir hafi fengið vítaspyrnu sem James Ward-Prowse skoraði úr. Fleiri urðu mörkin ekki og Forest vann einstaklega dýrmætan 4-3 sigur.

Með sigrinum fer Forest upp í 16. sæti með 33 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Southampton er sem fyrr á botni deildarinnar með 24 stig, átta stigum frá öruggu sæti þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum.


Tengdar fréttir

E­ver­ton kláraði Brig­hton í fyrri hálf­leik

Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×