Rooney: Man. City mun ekki bara vinna Real Madrid, þeir munu rústa þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 10:00 Erling Braut Haaland er illviðráðanlegur og líka fyrir Real Madrid að mati Wayne Rooney. AP/Martin Rickett Wayne Rooney telur að Evrópumeistarar Real Madrid verði ekki mikil fyrirstaða fyrir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á morgun. Rooney skrifaði pistil fyrir The Times þar sem hann veltir fyrir sér útkomu leiksins. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Real Madrid vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og hefur þegar slegið út tvö ensk lið í útsláttarkeppninni í ár. Liverpool í sextán liða úrslitum (6-2 samanlagt) og Chelsea í átta liða úrslitunum (4-0) og er þar með tíu mörk skoruð gegn aðeins tveimur fengnum á sig. Rooney er sannfærður um að varnarmenn Real Madrid muni ekki ráða við Erling Haaland og að Norðmaðurinn nái hefndum gegn spænska stórliðinu. Fyrsta setningin í pistli Rooney hefur vakið talsverða athygli. „Manchester City mun ekki bara vinna Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, því þeir munu rústa þeim,“ skrifaði Wayne Rooney. „Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér. Það er ekkert lið betra að stinga upp í þig en Madridarlið Carlo Ancelotti í Meistaradeildinni. Ég held bara að City-menn séu svo góðir að þeir séu á öðru stigi en Spánverjarnir,“ skrifaði Rooney. Manchester City er á góðri leið með að vinna þrennuna á tímabilinu. Liðið er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni og í úrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United. Manchester United vann þrennuna 1998-99 og ekkert lið hefur náð að leika það eftir. "Manchester City will not just beat Real Madrid in their Champions League semi-final they ll blow them away" | @WayneRooney https://t.co/V0yhTJoYHR— Times Sport (@TimesSport) May 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Rooney skrifaði pistil fyrir The Times þar sem hann veltir fyrir sér útkomu leiksins. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Real Madrid vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og hefur þegar slegið út tvö ensk lið í útsláttarkeppninni í ár. Liverpool í sextán liða úrslitum (6-2 samanlagt) og Chelsea í átta liða úrslitunum (4-0) og er þar með tíu mörk skoruð gegn aðeins tveimur fengnum á sig. Rooney er sannfærður um að varnarmenn Real Madrid muni ekki ráða við Erling Haaland og að Norðmaðurinn nái hefndum gegn spænska stórliðinu. Fyrsta setningin í pistli Rooney hefur vakið talsverða athygli. „Manchester City mun ekki bara vinna Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, því þeir munu rústa þeim,“ skrifaði Wayne Rooney. „Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér. Það er ekkert lið betra að stinga upp í þig en Madridarlið Carlo Ancelotti í Meistaradeildinni. Ég held bara að City-menn séu svo góðir að þeir séu á öðru stigi en Spánverjarnir,“ skrifaði Rooney. Manchester City er á góðri leið með að vinna þrennuna á tímabilinu. Liðið er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni og í úrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United. Manchester United vann þrennuna 1998-99 og ekkert lið hefur náð að leika það eftir. "Manchester City will not just beat Real Madrid in their Champions League semi-final they ll blow them away" | @WayneRooney https://t.co/V0yhTJoYHR— Times Sport (@TimesSport) May 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira