Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:00 Mason Greenwood, leikmaður Manchester United Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar. Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar.
Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31
Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31
Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00
Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29