Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. maí 2023 16:15 Frá vinstri: Gennaro Sangiugliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Antonoio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. Sá síðastnefndi krefst þess að frönsk stjórnvöld biðji Meloni og alla ítölsku þjóðina afsökunar fyrir móðgandi ummæli í garð forsætisráðherrans. Antonio Masiello/Getty Images Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans. Frakkland Ítalía Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans.
Frakkland Ítalía Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira