Akureyrarveikin og Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 12:03 Með málþinginu er annars vegar fjallað um sögulegan viðburð, en hins vegar er verið að efla Akureyri og Sjúkrahúsið til að verða vettvangur fyrir viðburði á sviði heilbrigðismála. Málþingið er ætlað almenningi og fer fram á Amtsbókasafninu. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Aðsend Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19. Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins
Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira