Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 08:00 Kristall Máni Ingason fórnaði höndum þegar hann sá gula spjaldið fyrir leikaraskap. Skjáskot/TV2 og vísir/Hulda Margrét Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin. Norski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin.
Norski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira