Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:01 Færeyingar fagna. FÆREYSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“ EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira