Fótbolti

Hörður Björgvin og félagar áfram efstir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í íslenska landsliðið í mars eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann var í hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018.
Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í íslenska landsliðið í mars eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann var í hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018. Getty/Juan Manuel Serrano

Hörður Björgvin Magnússon kom inn sem varamaður í liði Panathinaikos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við PAOK í grísku deildinni í kvöld.

Fyrir leikinn í dag var Panathinaikos jafnt AEK að stigum í tveimur efstu sætunum, bæði með 76 stig og áttu fimm leiki eftir.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum hjá Panathinaikos í dag en Sverrir Ingi Ingason var ekki í leikmannahópi PAOK. Heimamenn í Panahinaikos komust í 1-0 strax á 9. mínútu þegar Daniel Mancini skoraði en Brandon Thomas jafnaði fyrir PAOK þegar hálftími var eftir af leiknum.

Undir lokin fékk Bart Schenkeveld rautt spjald hjá heimaliðinu en það kom ekki að sök og þeir héldu út án þess að fá á sig mark. Panathinaikos er nú með 77 stig í efsta sæti deildarinnar, jafn mörk stig og AEK sem gerði sömuleiðis jafntefli í kvöld gegn Olympiakos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×