Hanna kynlífstæki úr íslenskum jarðefnum: „Horfum á náttúruna sem elskhuga“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Elín Margot og Antonía Berg standa fyrir opinni vinnustofu sem heitir Fró(u)n. Aðsend „Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar,“ segja listakonurnar Antonía Berg og Elín Margot. Þær standa að verkefninu Fró(u)n þar sem þær skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Sýningin er partur af HönnunarMars. Efla hvor aðra „Við kynntumst í gegnum FLÆÐI gallerí þar sem Elín var að sýna tengsl á milli matar og kynlífs. Eftir að hafa unnið samhliða í verkefnunum Mál/tíð og Rusl festival komumst að því að við vorum báðar búnar að hugsa um að búa til kynlífstæki,“ segja stelpurnar um upphaf samstarfsins. Í kjölfarið ákváðu þær að sameina krafta sína og efla hvor aðra. „Við vildum samtvinna hæfileika okkar til að skapa vöru sem veitir unað. Hugmyndin kviknaði þegar við skoðuðum tengingu okkar við náttúruna og hvernig við nálgumst hana. Við viljum bjóða fólki í samtal, fá að heyra hvernig hugarheimur fólks er og skoða hvaða tilfinningar vakna þegar við snertum blautan mosa sem dæmi. Við viljum skoða náttúruleg jarðefni og áferðir þeirra og sjá hvort efnin kveikja í okkur.“ Listakonurnar rannsaka tengsl áferðar og unaðar og notast við íslensk jarðefni.Antje Taiga Jardig Jarðbundin kynlífstæki Listakonurnar verða með svokallaða Pop Up vinnustofu í gangi á HönnunarMars og bjóða fólki að fylgjast með þeim skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Dúóið rannsakar íslensk efni og jökulleir og hannar takmarkað safn af jarðbundnum kynlífsleikföngum. „Hér skoðum við ferlið sem felst í sköpun unaðstækja með íslenskum jökulleir, jarðefnum og frönsku postulíni. Við erum partur af náttúrunni og með þessu verkefni hugsum við hvernig við tengjumst henni með því að endurspegla okkur við hana.“ Hvert og eitt kynlífstæki er einstakt.Aðsend Spenntar fyrir samtalinu Antonía Berg hefur einnig verið í samstarfsverkefni með Írisi Maríu Leifsdóttur sem þær kalla Augnablikin. Þær gerðu borð fyrir Fró(u)n úr gipsi, leir og mýrarrauðu frá Berunesi, hrauni frá Fagradalsfjalli, jökulleir og ösku frá Sólheimajökli og járnmiklum sandi frá Vestfjörðum. Antonía og Elín skoða síðan þessi jarðefni og vinna með þau í framleiðslu unaðsvaranna á sýningunni. „Efnin munu spila saman, bráðna við brennsluna og mynda tilviljanakennd munstur. Því er hver unaðsvara einstök. Við þráum að mynda nýja tengingu við nærumhverfið okkar, með því að mynda nýstárleg tengsl við landið, Ísland hið farsældar frón.“ Þær segjast hlakka til að heyra frá fólki sem mætir og tekur þátt. „Við viljum heyra sögur sem gefa okkur innsýn í hugarheim annarra og hvernig tenging þeirra er við nærumhverfið sitt. Náttúran er ekki dauð heldur lifandi. Við ættum að virða hana sem slíka. Við fáum innblástur frá fólki og náttúrunni.“ Efniviður kynlífstækjanna myndar tilviljanakennd munstur. Aðsend Fagna öllum breytingum Sýningin er í stöðugu ferli yfir HönnunarMars. „Við munum taka inn þær upplýsingar sem birtast okkur og endurskoðum hvernig verkefnið á eftir að þróast. Við erum opnar fyrir breytingum í ferlinu en við erum auðvitað að búa til fyrstu kynlífstækin úr íslenskum leir. Við höfum ekki fullmótað munina eins og er, það er enn í ferli. Hugmyndavinnan hefur verið í þróun. Við höfum safnað jarðefnum og jökulleir, þrívíddarprentað prótótýpur og búið til gips mót, þar sem formið er innblásið frá steingerðum jökulleir frá Grænlandi. Loksins koma svo verkin í heiminn og við hlökkum til að skapa. Við viljum ýta undir forvitni og fagna öllum breytingum.“ Vistkynhneigð Þær velta fyrir sér spurningum á borð við hvernig hægt sé að tjá ást til jarðarinnar og notast við hugtakið vistkynhneigð. „Hvað myndi breytast ef við endurskoðum það hvernig við umgöngumst náttúruna, til að skapa nýtt samband sem byggir á ást frekar en nýtingu? Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar. Leir hefur verið nýttur í gegnum söguna í unaðsvörum þar sem efnið er 100% öruggt fyrir líkama að innan sem utan. Efnið er brotþolið og heldur vel hita og kulda, það er auðvelt að þvo og er endingargott.“ Vinnustofan er opin fram á sunnudag á Kolagötu.Aðsend Kynlífstæki sem eðlilegur hluti af kynlífi Þær segjast finna fyrir ákveðinni feimni í umræðunni um kynlífstæki og notkun fólks á þeim. „Okkur finnst mikilvægt að varpa ljósi á fegurð kynlífstækja sem eðlilegur hluti að kynlífi. Kynlífsleikföng mega vera nefnd í kynlífi. Við hvetjum fólk til að endurskoða hvernig við horfum á nærumhverfið og tengingu okkar. Myndi ábyrgð okkar breytast með því að horfa á náttúruna sem elskhuga? Myndum við koma öðruvísi fram við móður jörð? Við viljum vinna með náttúrunni en ekki á móti henni. Með því að bjóða náttúrunni heim myndum við ný tengsl í gegnum snertingu við leir og postulíni.“ Opnunarhóf sýningarinnar er frá klukkan 18:00-20:00 á eftir og er rýmið staðsett á Kolagötu, Hafnartorgi. „Við hlökkum til að taka á móti öllum og bjóðum ykkur í öruggt rými sköpunar og samtals,“ segja Antonía og Elín að lokum. HönnunarMars Kynlíf Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Efla hvor aðra „Við kynntumst í gegnum FLÆÐI gallerí þar sem Elín var að sýna tengsl á milli matar og kynlífs. Eftir að hafa unnið samhliða í verkefnunum Mál/tíð og Rusl festival komumst að því að við vorum báðar búnar að hugsa um að búa til kynlífstæki,“ segja stelpurnar um upphaf samstarfsins. Í kjölfarið ákváðu þær að sameina krafta sína og efla hvor aðra. „Við vildum samtvinna hæfileika okkar til að skapa vöru sem veitir unað. Hugmyndin kviknaði þegar við skoðuðum tengingu okkar við náttúruna og hvernig við nálgumst hana. Við viljum bjóða fólki í samtal, fá að heyra hvernig hugarheimur fólks er og skoða hvaða tilfinningar vakna þegar við snertum blautan mosa sem dæmi. Við viljum skoða náttúruleg jarðefni og áferðir þeirra og sjá hvort efnin kveikja í okkur.“ Listakonurnar rannsaka tengsl áferðar og unaðar og notast við íslensk jarðefni.Antje Taiga Jardig Jarðbundin kynlífstæki Listakonurnar verða með svokallaða Pop Up vinnustofu í gangi á HönnunarMars og bjóða fólki að fylgjast með þeim skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Dúóið rannsakar íslensk efni og jökulleir og hannar takmarkað safn af jarðbundnum kynlífsleikföngum. „Hér skoðum við ferlið sem felst í sköpun unaðstækja með íslenskum jökulleir, jarðefnum og frönsku postulíni. Við erum partur af náttúrunni og með þessu verkefni hugsum við hvernig við tengjumst henni með því að endurspegla okkur við hana.“ Hvert og eitt kynlífstæki er einstakt.Aðsend Spenntar fyrir samtalinu Antonía Berg hefur einnig verið í samstarfsverkefni með Írisi Maríu Leifsdóttur sem þær kalla Augnablikin. Þær gerðu borð fyrir Fró(u)n úr gipsi, leir og mýrarrauðu frá Berunesi, hrauni frá Fagradalsfjalli, jökulleir og ösku frá Sólheimajökli og járnmiklum sandi frá Vestfjörðum. Antonía og Elín skoða síðan þessi jarðefni og vinna með þau í framleiðslu unaðsvaranna á sýningunni. „Efnin munu spila saman, bráðna við brennsluna og mynda tilviljanakennd munstur. Því er hver unaðsvara einstök. Við þráum að mynda nýja tengingu við nærumhverfið okkar, með því að mynda nýstárleg tengsl við landið, Ísland hið farsældar frón.“ Þær segjast hlakka til að heyra frá fólki sem mætir og tekur þátt. „Við viljum heyra sögur sem gefa okkur innsýn í hugarheim annarra og hvernig tenging þeirra er við nærumhverfið sitt. Náttúran er ekki dauð heldur lifandi. Við ættum að virða hana sem slíka. Við fáum innblástur frá fólki og náttúrunni.“ Efniviður kynlífstækjanna myndar tilviljanakennd munstur. Aðsend Fagna öllum breytingum Sýningin er í stöðugu ferli yfir HönnunarMars. „Við munum taka inn þær upplýsingar sem birtast okkur og endurskoðum hvernig verkefnið á eftir að þróast. Við erum opnar fyrir breytingum í ferlinu en við erum auðvitað að búa til fyrstu kynlífstækin úr íslenskum leir. Við höfum ekki fullmótað munina eins og er, það er enn í ferli. Hugmyndavinnan hefur verið í þróun. Við höfum safnað jarðefnum og jökulleir, þrívíddarprentað prótótýpur og búið til gips mót, þar sem formið er innblásið frá steingerðum jökulleir frá Grænlandi. Loksins koma svo verkin í heiminn og við hlökkum til að skapa. Við viljum ýta undir forvitni og fagna öllum breytingum.“ Vistkynhneigð Þær velta fyrir sér spurningum á borð við hvernig hægt sé að tjá ást til jarðarinnar og notast við hugtakið vistkynhneigð. „Hvað myndi breytast ef við endurskoðum það hvernig við umgöngumst náttúruna, til að skapa nýtt samband sem byggir á ást frekar en nýtingu? Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar. Leir hefur verið nýttur í gegnum söguna í unaðsvörum þar sem efnið er 100% öruggt fyrir líkama að innan sem utan. Efnið er brotþolið og heldur vel hita og kulda, það er auðvelt að þvo og er endingargott.“ Vinnustofan er opin fram á sunnudag á Kolagötu.Aðsend Kynlífstæki sem eðlilegur hluti af kynlífi Þær segjast finna fyrir ákveðinni feimni í umræðunni um kynlífstæki og notkun fólks á þeim. „Okkur finnst mikilvægt að varpa ljósi á fegurð kynlífstækja sem eðlilegur hluti að kynlífi. Kynlífsleikföng mega vera nefnd í kynlífi. Við hvetjum fólk til að endurskoða hvernig við horfum á nærumhverfið og tengingu okkar. Myndi ábyrgð okkar breytast með því að horfa á náttúruna sem elskhuga? Myndum við koma öðruvísi fram við móður jörð? Við viljum vinna með náttúrunni en ekki á móti henni. Með því að bjóða náttúrunni heim myndum við ný tengsl í gegnum snertingu við leir og postulíni.“ Opnunarhóf sýningarinnar er frá klukkan 18:00-20:00 á eftir og er rýmið staðsett á Kolagötu, Hafnartorgi. „Við hlökkum til að taka á móti öllum og bjóðum ykkur í öruggt rými sköpunar og samtals,“ segja Antonía og Elín að lokum.
HönnunarMars Kynlíf Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10