Biðin langa lengist og formaðurinn þegir þunnu hljóði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2023 13:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, gefur engin færi á sér í leitinni ströngu að nýjum landsliðsþjálfara. vísir/egill Það er 71 dagur síðan HSÍ tilkynnti að Guðmundur Guðmundsson hefði hætt störfum sem þjálfari karlalandsliðsins í handbolta. Enn bólar ekkert á arftaka Guðmundar. Eðli málsins samkvæmt hafa landsliðsþjálfaramálin mikið verið í deiglunni síðustu vikur. Ekki síst eftir að Dagur Sigurðsson varpaði sprengju í umræðuna þann 18. apríl síðastliðin. Dagur staðfesti þá óformlegar viðræður við HSÍ. Fimm vikum eftir fundinn hafði hann ekkert heyrt aftur frá sambandinu. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ sagði Dagur meðal annars í viðtali við Vísi og bætti við að hann ætlaði sér ekki að vinna með þessum mönnum sem stýra HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, ætlaði sér í fyrstu að bregðast við þessum ummælum Dags en hætti síðar við. Síðan þá hefur nánast verið ógerningur að ná af honum tali. Hann svaraði þó símtali íþróttadeildar í morgun en vildi ekki tjá sig um stöðu mála í þjálfaraleitinni frekar en áður. Samkvæmt heimildum hefur Guðmundur reynt að semja við norska þjálfarann Christian Berge sem þjálfar Kolstad. Án árangurs til þessa. Samskiptafulltrúi Kolstad tjáði Vísi að Berge vildi ekkert tjá sig um viðræðurnar við HSÍ þegar eftir því var leitað. Nýjustu tíðindi herma að Berge hafi hafnað HSÍ en það hefur ekki fengist staðfest. Guðmundur formaður var á ársþingi HSÍ á sunnudag spurður út í stöðu mála í leitinni að arftaka Guðmundar. Svörin til hreyfingarinnar voru fátækleg og félögin vita því lítið hver staðan á málinu er. Dagur 72 í leitinni er á morgun og verður áhugavert að sjá hvað gerist í framhaldinu. HSÍ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. maí 2023 13:46 Fullyrðir að Berge hafi hafnað landsliðsþjálfarastarfinu Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fullyrðir að hann hafi heimildir fyrir því að Christian Berge hafi hafnað því að taka við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 28. apríl 2023 23:30 „Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. 26. apríl 2023 10:33 „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. 25. apríl 2023 10:26 „Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. 25. apríl 2023 07:00 Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. 21. apríl 2023 13:20 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Eðli málsins samkvæmt hafa landsliðsþjálfaramálin mikið verið í deiglunni síðustu vikur. Ekki síst eftir að Dagur Sigurðsson varpaði sprengju í umræðuna þann 18. apríl síðastliðin. Dagur staðfesti þá óformlegar viðræður við HSÍ. Fimm vikum eftir fundinn hafði hann ekkert heyrt aftur frá sambandinu. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ sagði Dagur meðal annars í viðtali við Vísi og bætti við að hann ætlaði sér ekki að vinna með þessum mönnum sem stýra HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, ætlaði sér í fyrstu að bregðast við þessum ummælum Dags en hætti síðar við. Síðan þá hefur nánast verið ógerningur að ná af honum tali. Hann svaraði þó símtali íþróttadeildar í morgun en vildi ekki tjá sig um stöðu mála í þjálfaraleitinni frekar en áður. Samkvæmt heimildum hefur Guðmundur reynt að semja við norska þjálfarann Christian Berge sem þjálfar Kolstad. Án árangurs til þessa. Samskiptafulltrúi Kolstad tjáði Vísi að Berge vildi ekkert tjá sig um viðræðurnar við HSÍ þegar eftir því var leitað. Nýjustu tíðindi herma að Berge hafi hafnað HSÍ en það hefur ekki fengist staðfest. Guðmundur formaður var á ársþingi HSÍ á sunnudag spurður út í stöðu mála í leitinni að arftaka Guðmundar. Svörin til hreyfingarinnar voru fátækleg og félögin vita því lítið hver staðan á málinu er. Dagur 72 í leitinni er á morgun og verður áhugavert að sjá hvað gerist í framhaldinu.
HSÍ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. maí 2023 13:46 Fullyrðir að Berge hafi hafnað landsliðsþjálfarastarfinu Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fullyrðir að hann hafi heimildir fyrir því að Christian Berge hafi hafnað því að taka við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 28. apríl 2023 23:30 „Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. 26. apríl 2023 10:33 „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. 25. apríl 2023 10:26 „Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. 25. apríl 2023 07:00 Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. 21. apríl 2023 13:20 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. maí 2023 13:46
Fullyrðir að Berge hafi hafnað landsliðsþjálfarastarfinu Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fullyrðir að hann hafi heimildir fyrir því að Christian Berge hafi hafnað því að taka við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 28. apríl 2023 23:30
„Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. 26. apríl 2023 10:33
„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01
Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. 25. apríl 2023 10:26
„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. 25. apríl 2023 07:00
Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. 21. apríl 2023 13:20