Mæta Þýskalandi og Danmörku í nýju Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023
A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss
B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland
C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira